Hrekkjavökuhakkarinn
Netárásir eru vaxandi ógn í nútíma samfélagi og þær geta valdið einstaklingum og fyrirtækjum gríðarlegu tjóni. TM var fyrst íslenskra tryggingafélaga til að bjóða sérstaka netöryggistryggingu.

almannatengsl
hugmyndavinna
framleiðsla
grafísk hönnun
Á hverju ári er októbermánuður helgaður netöryggismálum á Íslandi sem og í mörgum löndum Evrópu. Til að slá botninn í netöryggismánuðinn vildi TM vekja athygli á netöryggistryggingu sinni með því að „hakka“ valin auglýsingaskilti á höfuðborgarsvæðinu. Skilaboð frá „hakkaranum“ birtust um morguninn þegar fólk var á leið til vinnu. Þegar leið á daginn stigmögnuðust skilaboðin og síðdegis, þegar fólk var á leið heim frá vinnu, birtust að lokum skilaboð um netöryggistryggingu TM.


Viðbrögð almennings létu ekki á sér standa. Fólk deildi myndum á samfélagsmiðlum, fjölmiðlar veltu fyrir sér hvað hafði komið fyrir og Billboard fékk meira en 100 símtöl frá fólki sem vildi láta þau vita að auglýsingaskiltin hefðu verið hökkuð.


„Frábær notkun á miðlinum og vel tímasett nú þegar umræða um netöryggi er fyrirferðarmikil. Atburðarásin í birtingaferlinu var áhugaverð og vel útfærð.”
Dómnefnd FÍT verðlaunanna
FÍT 2022:
Silfurverðlaun
Umhverfisgrafík
Lúðurinn 2022:
Tilnefning
Viðburðir
Lúðurinn 2022:
Tilnefning
Almannatengsl
