Velkomin í HA

Háskólinn á Akureyri vildi móta markaðs- og auglýsingaefni sem myndi samræmast heildstæðri hugsun fyrir allar deildir háskólans.

Hero

hugmyndavinna

textasmíði

grafísk hönnun

hreyfigrafík

almannatengsl

birtingar

Háskólinn á Akureyri kemur vel úr gæðaúttektum og skólinn er að þróast hratt varðandi kennsluhætti. Hjá HA fá nemendur persónulega upplifun og umhverfi sem styður við þig og þitt nám. Húsnæði Háskólans er flott og á Akureyri er allt til alls. 

Í auglýsingaefninu var sérstaða Háskólans á Akureyri dregin fram.

Rauði liturinn og hvítu myndmerkin gefa vörumerki Háskólans á Akureyri mikla sérstöðu. Áhersla var lögð á að draga þessa myndrænu sérstöðu fram og gera hana áberandi.

Skilaboðin í auglýsingunum draga fram sérstöðu námsins í HA og þá upplifun sem nemar geta búist við að fá. Háskólinn á Akureyri er notalegur og persónulegur skóli í skemmtilegu umhverfi. Verið velkomin norður. Velkomin í HA.  

Þórunnartún 2
105 Reykjavík

TVIST á Instagram
TVIST á Facebook

Hefur þú áhuga á samstarfi?

Við erum alltaf til í gott kaffispjall

©TVIST 2012 - 2025.

Allur réttur áskilinn