Dreifum jólagleðinni
Þjónusta Póstsins er snar þáttur í undirbúningi jólanna. Margir versla jólagjafir á netinu og sumir þurfa að senda pakka til ástvina í öðrum landshluta eða jafnvel erlendis.

hugmyndavinna
Fátt sýnir væntumþykju eins vel og heimagerðar jólagjafir. Það á líka við um missmekklegar jólapeysur á borð við þá sem söguhetjan í jólaauglýsingu Póstsins föndrar. Hún sækir alls konar sérpöntuð skringilegheit í næsta póstbox, sendir börnum sínum til útlanda og uppsker óvæntan glaðning í sögulok. Samhliða herferðinni, sem birt var í öllum helstu miðlum, efndi Pósturinn til jólapeysukeppni á samfélagsmiðlum og fór frumleiki og metnaður í innsendingum fram úr stjörnubjörtustu vonum.


Átt þú jólapeysu?



