Bless, Hlemmur
Framkvæmdir við nýtt Hlemmtorg eru hafnar og það hefur mikil áhrif á akstur Strætó. Breyta þurfti þeim leiðum sem áður óku um Hlemm og nýjar endastöðvar voru kynntar til leiks.

markaðsráðgjöf
Nýjar endastöðvar voru komnar við Skúlagötu og Háskóla Íslands. Nauðsynlegt var að kynna þessar breytingar vel fyrir viðskiptavinum Strætó. Framleidd voru stutt myndbönd með beinlínukortum fyrir hverja leið sem breyttist vegna framkvæmdanna. Þar voru breyttar akstursleiðannar sýndar í kringum Hlemmtorg. Króli ljáði þessum myndböndum rödd sína.

Sumt fólk á erfitt með að lesa kort og því var tekin ákvörðun um að leggja þyngri áherslu á kennileiti í miðborginni og minni áherslu landfræðilega nákvæmni. Nöfn biðstöðvanna og stór kennileiti gerðu nýju akstursleiðirnar þægilegri, sérstaklega fyrir fólk sem horfði á efnið í gegnum snjallsíma.
Auglýsingar fyrir vefmiðla og umhverfismiðla voru framleiddar með yfirskriftinni „Strætó kveður Hlemm í bili”.

